Friday, May 8, 2009

Fílslæti

Fyrir ofan okkur býr fíll eða það héldum að minnsta kosti en nú bendir allt til þess að hér sé á ferðinni eitthvað töluvert stærra og þyngra. Þetta ferlíki vakir allan sólarhringinn og fer aldrei út úr húsi, allavegna ekki svo að við höfum séð til (ætli það komist nokkuð út um dyrnar?). Það æðir um og stoppar sjaldan í meira en eitt andartak. Stundvíslega klukkan 8:00 gefur það frá sér furðulegt suð sem ómar í gegnum loftið hjá okkur. Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvort það er að matast eða hvort það er að gera eitthvað allt annað og dularfyllra. Allur dagurinn fer síðan í að færa til húsgögn (með rananum?) og trampa um. Á slaginu 17:30 heyrist hið illskiljanlega suð á ný. Eftir það verður yfirleitt rólegt um stund en síðan hefst næturgangan langa. Hún felst í þungstígu rölti, að öllum líkindum í hring eða eftir fyrirfram ákveðinni braut. Það eina sem getur stöðvað þessa iðju er ef hundur gólar fyrir utan en þá hleypur ferlíkið að glugganum á ótrúlegum hraða.

Svona heldur þetta áfram dag eftir dag, nótt eftir nótt!
Okkur er næstum farið að þykja vænt um .... það (?)

5 comments:

Hibi said...

Mitä??

Kannski er þetta draugur?

Eða Osama bin Laden í felum?

Rósa Birna said...

ég held að þetta sé draugur.!
Það er fullt af þeim hér á Hólum, þeir trampa, flytja til húsgögn og halda fyrir manni vöku.
En þeir eru voða góðir.. Engar áhyggjur

Halla Oddný said...

Ég myndi nú bara banka upp á og gá hvort þarna sé einhverjum haldið föngnum! Og ef einhver kemur til dyra er bara að þykjast vera kurteisir nágrannar sem spyrja hvort seðlóleikurinn trufli nokkuð, hvort ekki megi bjóða kanilsnúða, og svo framvegis. Hvað er annars að frétta úr Mostgassinu núna?

Arngunnur Árnadóttir said...

Góð saga!
Úff ég á svo skrýtna nágranna. Gamli karlinn fyrir ofan mig trampar líka og talar við sjáfan sig hástöfum (æpir á sjálfan sig) þegar sá gállinn er á honum. Hann ku vera alkóhólisti og ég er enn þá að velta því fyrir mér hvort þetta ástand komi yfir hann þegar hann er fullur eða þegar hann er í tremma. Sennilega hið síðarnefnda. Hann vakti mig með þessum óhljóðum kl. 6 um morgun um daginn. Mér er sko ekkert farið að þykja vænt um hann.

Halla Oddný said...

Svo er það maðurinn í næstu íbúð sem fer alltaf berrassaður út á svalir á morgnana - nei, það er hjá Önnu Völu. En það er sko klassanágranni.